21/06/2016

AT, RÚV og Sigurrós

Eftir velheppnaða rauntíma útsendingu frá WOW Cyclothon keppninni 2016 erum við hjá AT strax komin í næsta rauntíma verkefni.  Í þetta sinn erum við að senda út í samvinnu við RÚV og hljómsveitina Sigurrós rauntíma staðsetningu á sjónvarpsbíl þeirra hjá RÚV þar sem keyrt er hringinn í kringum landið á einum sólarhring.  Á leiðinni er sent út beint frá myndavél sem staðsett er fremst í bílnum og sýnir landið okkar fagra með sjónarhorni bílstjórans.

RUV1

Útsendingin er í anda hægvarps eða „Slow TV“ sem á uppruna sinn að rekja til NRK, norska ríkissjónvarpsins. NRK hefur sent beint út klukkustundum saman frá sömu athöfninni einsog ferjuferð, prjónaskap og nú síðast frá fuglabjargi. Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta sinn sem RÚV gerir hægvarp því í fyrra var sent beint út frá sauðburði við góðar undirtektir landsmanna.

Lagið sem mun hljóma undir útsendingunni nefnist „Óveður“ og hefur ekki enn komið út. Það verður þó ekki spilað í upprunalegri útgáfu, heldur með aðstoð tónlistarforrits sem endurútsetur lagið í sífellu, sekúndu fyrir sekúndu. lagið

ruv2

Auðvitað er svo hægt að fylgjast með bílnum á rauntímakorti AT og með því sjá hvar hann er staddur hverju sinni. Hér er slóðin á útsendinguna http://www.ruv.is/routeone