17/11/2016

AT með bás á sýningunni Bílar, fólk og framtíðin 2016

Arctic Track tekur i dag þátt í ráðstefnunni Bílar, fólk og Framtíðin 2016, sem fram fer í Hörpunni. Bílar, fólk og framtíðin er einstök ráðstefna fyrir fagaðila, opinbera aðila og aðra sem tengjast bílgreininni, umhverfi hennar og umferðaröryggi. Áherslan verður lögð á að upplýsa um núverandi stöðu, innanlands og erlendis, framtíðaráform og þróun innan greinarinnar og hvernig við getum brugðist við þeim miklu breytingum sem framundan eru.

 

AT_BFF2016

 

Á myndinn er Hlynur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Track ehf. Hann mun vera til taks í Hörpunni í dag og kynna þjónustu félagsins.