19/06/2017

AT með í WOW Cyclothon 2017

Með ánægju kynnum við þátttöku Arctic Track í WOW Cyclothon 2017

Allir bílarnir sem fylgja keppendum verða með ökurita frá AT og gerir það áhorfendum kleift að fylgjast með liðunum/einstaklingunum í rauntíma á live.at.is.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd frá keppninni 2016 voru liðin ansi þétt saman eftir að vera hálfnuð með hringinn og eflaust verður ekki minni keppni á milli liðana í ár

WOW Cyclothon er stærsta götuhjólreiðakeppni á íslandi og hefur hún verið haldin árlega frá 2012. Hjólað er hringinn í kringum Ísland með boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skipta á milli sín kílómetrunum 1358. Einnig er í boði að hjóla í sóló-flokk en þá hjólar einn keppandi alla kílómetrana.

WOW Cyclothon er einstakur viðburður og tækifæri til að upplifa eitthvað alveg nýtt. WOW Cyclothon sameinar stórbrotna náttúru Íslands, keppni, samkennd, þrautseigju og liðsvinnu á ótrúlegan hátt.

Það er okkur hjá AT sönn ánægja að taka þátt í þessu verkefni og styðja um leið frábær málefni