22/08/2016

AT með ökurita í Sparaksturskeppninni 2016

AT spar 3

Arctic Track ehf. tekur þátt í sparaksturskeppni bílaumboðana með FÍB og Atlantsolíu.  Allir bílar sem taka þátt í keppninni eru með ökurita frá AT og  hægt er að fylgjast með „beinni útsendingu“ á live.at.is

 

Keppnin fer fram föstudaginn 26. ágúst, lagt verður af stað frá afgreiðslu stöð Atlantsolíu á Bíldshöfða (Húsgagnahöllin) og sem leið liggur til Akureyrar með viðkomu á Gauksmýri. Endamarkið er við afgreiðslu stöð Atlantsolíu á Glerártorgi.

 

Ræst verður af stað klukkan 9:00 og gert ráð fyrir að fyrstu bílarnir komi til Akureyrar 14:10 og síðustu bílarnir klukkustund síðar

 

Hér má finna nánari upplýsingar um keppnina, leiðarbók, reglur o.fl. :

https://www.atlantsolia.is/sparaksturskeppni/

 

 AT spar 4