Umsagnir

Íslandspóstur

“SAGA Fleet og SAGA Driving hafa gjörbylt flotastjórnun Íslandspósts. Minni hraðakstur og betri akstursvenjur hafa dregið stórlega úr sóun í eldsneytiskostnaði og rekstri bílanna. Bílarnir okkar eru áberandi á götunum og ímynd fyrirtækisins batnar með betri akstri. Fjárfesting okkar í SAGA System hefur skilað sér að fullu.

Hjörtur Sigvaldason, Íslandspóstur

 

Ölgerðin

“Ölgerðin lækkaði tjónatíðni bílaflota síns um 60% árið 2007. Fyrir þann árangur fékk Ölgerðin verðlaunin frá Tryggingarmiðstöðinni. Verðlaunin sem bera nafnið Varðberg, eru veitt þeim fyrirtækjum sem ná afburðarárangri í forvörnum á vinnustöðum sínum

Viðskiptablaðið, mánudagurinn 7.janúar 2008

 

Garðlist

“Með SAGA Fleet vitum við alltaf hvar bílarnir okkar eru. Það hefur skapað meiri framlegð á hvern bíl og lækkað rekstrarkostnað.

Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar

 

Orkusetur

Bifreið í lausagangi skilar engu nema eyðslu og mengun. Ef bifreið er lagt í meira en 30 sekúndur borgar sig alltaf að drepa á vélinni.

Orkusetur.is”

 

Góðir menn

Við það að hafa ökurita í bílum okkar þá höfum við getað sýnt viðskiptavinum tímaskrá úr ökurita bíls til að staðfesta komu og brottfarar tíma starfsmanns ef sýn viðskiptavinar hefur verið önnur en tímaskráning starfsmanns á viðkomandi verk.

Ef starfsmaður dregur að skrá tíma sína of lengi þá á það til að gleymast hvar viðkomandi var á hverjum tíma þá er frábært að geta farið inn í kerfið hjá AT og rekja sögu bílsins og þá rifjast allt upp og engir tímar fara til spillis.

Við mælum virkilega með þessum búnaði í alla bíla og getum staðfest frábæra þjónustu sem við höfum fengið hjá Arctic Track þegar við höfum þurft að leita til þeirra.GodirMenn-Logo

“Örnólfur Örnólfsson Frkvst

Góðir Menn – Rafverktakar