SAGAsystem

Hvort sem þú ert með 1 bíl eða 1.000 bíla flota þá er SAGAsystem fyrir þig. SAGAsystem er upplýsingakerfi fyrir bílaflota fyrirtækja sem stuðlar að bættu aksturslagi og lækkar rekstarkostnað með minni eldsneytisnotkun, minna sliti á ökutækjum og lægri tjónatíðni.

Endurgjöfina strax!

 • SAGAsystem sendir sjálfkrafa ábendingar varðandi frávik, svo sem varðandi hraðakstur
 • Allir ökumenn fá beina endurgjöf varðandi aksturslag með Akstursgreiningu, sem er hluti af Góðaksturskerfi Arctic Track*

Fullkomin yfirsýn án fyrirhafnar

 • Einföld og skýr framsetning upplýsinga, gerir umsýslu einfalda og krefst lítils tíma af stjórnendum
 • Aksturslag allra ökutækjanna er metið út frá aksturshegðun og gefin einkunn til þess að auðvelda yfirsýn

Lykiltölur fyrir reksturinn

 • Stjórnendur frá daglega samantekt varðandi notkun ökutækjanna í tölvupósti og dýpri greiningar ætíð aðgengilegar í vefviðmóti
 • Lægri rekstarkostnaður og aukin hagræðing án fjárfestinga í tölvubúnaði eða öðrum vélbúnaði

 GetPDF

 

SAGAyfirlit

*Með SAGAsystem fylgir aðgangur fyrir alla ökumenn að Akstursgreiningu í Góðaksturskerfi Arctic Track

 

 Vorur_SAGA

Mismunandi þarfir kalla á mismunandi lausnir og því er SAGAsystem skipt upp í nokkrar þjónustuleiðir sem hægt er að raða saman eftir þörfum hvers og eins.

 

 

 • fá yfirsýn yfir alla notkun bílaflota og akstur milli tímabila
 • staðfesta viðveru í tíma og rúmi
 • hafa eftirlit með óþarfa akstri og draga úr honum
 • auka kostnaðarvitund starfsmanna
 • fylgjast með nýtingu bílaflotans
 • skipleggja ferðir og viðkomur eftir aksturssögunni með viðkomuvöktunum

 

 • veita starfsfólki aðhald varðandi aksturslag viðkomandi ökutækis
 • draga úr hraðakstri og tjónum
 • draga úr eldsneytiseyðslu og minnka viðhaldskostnað s.s. hólbarða o.fl.
 • bæta ímynd fyrirtækisins í umferðinni með fyrirmyndar aksturslagi
 • auka endursöluverðmæti bílaflotans
 
 • greina og meta lausagang flotans eða einstakra ökutækja
 • draga úr eldsneytiseyðslu og minnka viðhaldskostnað vegna lausaga
 
 • sjá staðsetningu allra ökutækja í rauntíma
 • greina dreifingu og þekju innan svæða
 • bæta viðbragðstíma og þjónustu.
 
 • lætur vita ef viðskiptavinur er ekki heimsóttur
 • fylgist með að ökutækið komi reglulega á skilgreindan stað
  
 • tengja saman staðsetningu og úttekt á þjónustukortum olíufyrirtækja
 • fylgjast með eldsneytiseyðslu og mæla breytingar
 
 • mæla raunhitastig innan ökutækis, kælirýmis eða einstakra eininga
 • fá viðvörun í tölvupósti ef hitastig fer undir eða yfir æskileg mörk
 • sýna fram á umsamið þjónustustig með skýrslum og greiningum
 
 • einfalt sé að ökutækið fái viðeigandi fyrirbyggjandi viðhald
 • ökutæki falli ekki úr ábyrgð vegna mistaka við reglubundið viðhald

 

 SAGAkort