Rauntímakortið

Rauntímakortið sýnir staðsetningu allra ökutækjanna á kortagrunni Google Maps. Staðsetning ökutækjanna uppfærist sjálfkrafa á nokkurra sekúndna fresti, auk þess að sýna stefnu og hraða.

ATH –  Rauntímakortið er vara sem hægt er að fá óháð öðrum
            vörum og lausnum hjá Arctic Track

GetPDF

 Kostir rauntímakortsins fyrir flotastjórnun eru augljósir

  • sjá staðsetningu allra ökutækja í rauntíma
  • greina dreifingu og þekju innan svæða
  • bæta viðbragðstíma og þjónustu
  • meta komutíma út frá staðsetningu
  • leita að bílum á stórum bílastæðum, t.d. við Leifsstöð
  • staðsetja og skipuleggja vegaaðstoð eftir landssvæðum

En hvað með viðburði?

Arctic Track aðstoðar við beina útsendingu á netinu með aðstoð ökurita. Við útbúum þína eigin heimasíðu, með þínu merki, sem þú getur notað við að kynna viðburði. Dæmi um notendur eru:

  • FÍB með Sparaksturkeppni FÍB og Atlantsolíu, 2013 og 2014
  • WOW Cyclothon 2014
sparakstur_is

 

 

WOW Cyclothon 2014