Þjónustubókin

Þjónustubókin er kerfi sem heldur utan um allt viðhald ökutækisins og minnir á að það sé gert tímanlega. Þú stillir einu sinni og kerfið sér um rest.

 

ATH –  Þjónustubókin er vara sem hægt er að fá óháð öðrum
            vörum og lausnum hjá Arctic Track

GetPDF

 

Útbúðu áætlun um allt viðhald ökutækisins

Kerfið býr sjálfkrafa til þjónustubeiðnir út frá þjónustuáætlun ökutækisins. Hægt er að tengja beiðni við skráða þjónustuaðila eða útbúa sína eigin. Meðal tegunda þjónustuáætlana eru:

  • Ábyrgðarskoðanir
  • Lögbundin ökutækjaskoðun
  • Smurning
  • Dekkjaskipti
  • Almenn viðgerð

Auðvelt er að skilgreina

Auðvelt er að skilgreina

Thjonustubok_forsida

Breytingaskrá samræmir aðgerðir

Allar aðgerðir í kerfinu er skráðar í breytingasögu viðkomandi beiðni og þannig alltaf aðgengilegar. Slík breytingasaga skiptir miklu máli þegar margir aðilar, jafnvel á mörgum stöðum á landinu, hafa með viðhald ökutækisins að gera.

 

Kostnaðareftirlit og greining

Kerfið veitir frábært yfirlit yfir allt viðhald ökutækisins, tíðni þeirra, tegund og þjónustuaðila.  Einnig er hægt að nota kerfið til þess að halda utan um allan kostnað vegna viðhalds, skipt niður í efni og vinnu.

Thjonustubok_YfirlitKostnadar