Vörur og þjónusta

 Vöru- og þjónustuframboð Arctic Track byggir á fjórum grunnstoðu:

  1.  SAGAsystem
  2.  Góðakstur
  3.  Bílaleiga
  4.  Ökutækjatryggingar

Með gögnum frá ökuritum Arctic Track eru upplýsingar framleiddar og birtar, á þann hátt sem nýtist okkar viðskiptavinum best, eftir því hvaða hlutverki þeir eru hverju sinni. Rauntímakortið og þjónustubókin eru hluti af þessum grunnstoðunum, en þær vörur er einnig hægt að fá óháð þeim, einar og sér.

 

 

Ökutækjatryggingar eru þjónusta ætluð tryggingarfélögum

Með Arctic Track geta tryggingarfélög á Íslandi nú boðið viðskiptavinum sínum nýja tengund ökutækjatrygginga, þar sem notkun ökutækisins er notuð sem ákvörðunarþáttur iðgjalda. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstakling er Arctic Track einkunnin notuð til að ákvarða hversu góður ökumaður viðkomandi er. Með því að blanda einkunninni saman við ekna kílómetra, fæst nýr áhættustuðull sem notðaur er við útreikninga á iðgjaldi viðkomandi. Með þessu geta þeir sem aka lítið, eru með fleiri en einn bíl eða eru bara almennt góðir ökumenn fengið hagkvæmari kjör og þjónustu en almennt þekkist.