Spurt og svarað

Hvað er SAGAsystem?

Svar:

SAGAsystem er aðgengilegt kerfi sem veitir stjórnendum yfirsýn yfir bílaflotann. Með SAGAsystem má skipuleggja nýtingu bílaflota og starfsmanna, auk þess að stýra flotanum í rauntíma. Fjölbreytt greining á árangri og notkun nýtist til þess að fínstilla flotanýtingu, bæta þjónustu og draga úr sóun.

 

 

Hvað er ökuritinn að mæla?

Svar:

Öll kerfi Arctic Track notar GPS punkta úr ökuritum til þess að mæla og meta hröðun, beygjuhraða og hemlun bíla. Þessi þrjú atriði, að viðbættum hraða bílsins, eru þau sem hafa mest áhrif á sóun í akstri bílsins.

Hverjir notar SAGAsystem?

Svar:

SAGAsystem hentar öllum fyrirtækjum og stofnunum sem eiga eða reka einn eða fleiri bíla, óháð tegund og stærð farartækisins. Flestir viðskiptavinir kjósa að byrja á því að fá SAGAsystem í einn eða tvo bíla til þess að prófa þjónustuna og fá svo SAGAsystem í allan flotann innan nokkurra mánaða. Stærsti viðskiptavinur SAGAsystem er með yfir 150 ökutæki virk í kerfinu.

Á valstikunni hér til hliðar er hægt að sjá lista yfir nokkra af viðskiptavinum SAGAsystem, ásamt umsögnum.

Þarf ég ekki að vera með marga bíla í notun til þess að þurfa vörur Arctic Track?

Svar:

Viðskiptavinir Arctic Track eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá fyrirtækjum með 1 bíl, upp í bílaflota með yfir 150 ökutækjum og allt þar á milli.